Cifra Club

Að Vori

Skálmöld

Ainda não temos a cifra desta música.

þórunn auðna, þá hún fæddist
þungt var yfir ísafold
eymd sem allt um lá og læddist
loftið sverti, vötn og mold

myrkur að vori á melrakkasléttu
meybarn var borið í óþökk og nauð
fátæk og horuð hún fæddist, með réttu
fyrst voru sporin öll hamingjusnauð

þakkir fær sá er þórunni sendi
þakkir af einingu
ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu

þórunn auðna, þá hún fæddist
þeyr blés yfir dal og tún
varla neina vá hún hræddist
varin undir galdrarún

þakkir fær sá er þórunni sendi
þakkir af einingu góðar
ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu þjóðar

fyrst varð hún móðurlaus, föðurlaus siðan
fjöllin og gróðurinn tóku að sér
ljóshærða flóðið með lokkinn svo friðan
læst hennar blóðbönd í örlagakver

ég veit ekki hvar hún æskunni eyddi
eða hvar hófst hennar ferð
né hvað það var sem götuna greiddi
gaf henni bogann og sverð

þórunn auðna, þá hún fæddist
þa blés von um íslandsströnd
neistinn fyrir norðan glæddist
nytsamleg sú hjálparhönd

Outros vídeos desta música
    0 exibições

    Afinação da cifra

    Afinador online

    0 comentários

    Ver todos os comentários

    Entre para o Cifra Club PRO

    Tenha acesso a benefícios exclusivos no App e no Site

    • Chega de anúncios

    • Badges exclusivas

    • Mais recursos no app do Afinador

    • Atendimento Prioritário

    • Aumente seu limite de lista

    • Ajude a produzir mais conteúdo

    Cifra Club Pro

    Aproveite o Cifra Club com benefícios exclusivos e sem anúncios
    Cifra Club Pro
    Aproveite o Cifra Club com benefícios exclusivos e sem anúncios
    Ops (: Contenido disponible sólo en portugués.
    OK